Húfur og Hárbönd
Nýjar vörur
Af hverju íslenska ullin?
Ullin er létt og heldur einstaklega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni. Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vantsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins.
Hver erum við?
Í miðri Reykjavík er framleiðslu fyrirtækið okkar Glófi staðsett og þar framleiðum við allar okkar vörur, en það er orðið fáheyrt í dag að slíkur iðnaður sé starfræktur í Norður Evrópu. Við erum að því leiti algjörir geirfuglar og erum stolt af því. Allar vörurnar undir vörumerki VARMA eru framleiddar á Íslandi.
Vörumerkið
VARMA leggur mikla áherslu á vöruþróun og nýsköpun og leitast við að höfða til neytenda sem láta sig mikilvæg mál varða eins og mannréttindi og náttúruvernd. VARMA leitast við að skapa tímalausar flíkur og fylgihluti sem henta vel við íslenskar aðstæður í sveit og borg